Teppi

Sikk-sakk teppi

Sikk Sakk teppi - Beikt

Var að klára að hekla Sikk sakk teppi. Þetta teppi er gert án uppskriftar en hún ætti að vera nokkurn vegin svona:

Sikk Sakk teppi – uppskrift:

Það sem þarf eru þrír (eða fleiri litir), þetta er baby garn úr Euro pris. Heklunál 3,5.

Heklað er fram og til baka.

Byrja á hvítum lit:
1: 95 loftlykkjur
2-5: Hekla stuðul í 3 loftlykkju frá enda. 22 stuðla. * 2 stuðla í sömu loftlykkju. 23 stuðlar. Hoppa yfir eina loftlykkju og geri einn stuðul. Endurtek frá *. 22 stuðla. * 2 stuðla í sömu loftlykkju. 23 stuðlar.

6: skipti um lit og geri nákvæmlega eins og 2-5.
o.s.frv. (sem sagt 5 umferðir með hverjum lit).

Gerið sirka 65-70 cm, og endið á sama lit og á að vera á undan litnum sem er umhverfis (dökk bleikur hjá mér).

Utan um teppi:
1: Heklið eina umferð eins og í fyrra munnstri. Þegar komið er á horn: 2 stuðlar í sömu loftlykkju og gerið stuðla í alla hliðina o.s.frv. Endið á tveimur stuðlum í síðasta horninu þegar komið er í hring.
2: Snúið við og farið „öfugan“ hring til baka.
3: Sama og nr.1.

Gangið frá.

Mæli með að hafa það lengra (byrja með fleiri loftlykkjur) og hafa færri stuðla á milli úrtöku og viðbótar.

3 thoughts on “Sikk-sakk teppi

  1. Mér líkar mjög vel við þessar uppskriftir sem þú setur hérna 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *