Föndur Skreytingar

Baðsalt

Ég er krukkuóð, vil geyma þær allar því ég finn alltaf á mér að ég mun geta nýtt þær í eitthvað stórsniðugt. Svo fékk ég hugdettu og ákvað að búa til baðsalt.

Baðsaltið er epson salt með lavender olíu og grænum lit. Málaði lokin á krukkunum og límdi og málaði skraut.


Ég gerði eina svona minni, og skreytti hana bara með því að líma skraut ofan á lokið og binda slaufu.

Baðsalt með lavender olíu
Er ánægðust með þessar, verð að fá mér oftar pastasósu til að safna fleiri svona krukkum.

Baðsalt í minni krukkum
Litlar og sætar krukkur undan tómatpúrru.

Baðsalt - allar krukkurnar
Hér eru allar krukkurnar sem ég gerði. Náði að nýta allt það salt sem ég átti. Næst kaupi ég meira epson salt. Alveg bókað mál.

Ef þetta er ekki frábær tækifærisgjöf þá veit ég ekki hvað það er. Svo er þetta bara agalega huggulegt inn á baðherbergið hjá manni sjálfum 🙂

Nú er bara að byrja að safna fleiri krukkum!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *