Heklað Prjónað Teppi

Handavinnan 2012

Það sem ég hef verið að gera í janúar og febrúar 2012:

Peysa og húfa á Almar Ara Ólason.

Peysa handa Almari Ara í afmælisgjöf

 

Teppi sem ég byrjaði á í Flórída til að hafa eitthvað að gera þar. Teppið passar í barnarúm. Teppið á engan eiganda ennþá og því í boði að kaupa það ef áhugi er 🙂

Teppi sem passar í barnarúm

 

Uglu-æðið er komið til mín og er ég búin að skoða svo marga hluti sem mig langar að gera. Ég byrjaði á að gera eina ugluhúfu.

Módelið á myndinni er ekki alveg orðin nógu stór fyrir húfuna, en verður það eflaust innan fárra mánaða! 🙂

Ugluhúfa á Gróu Mjöll

 

Svo eru fleiri verkefni í gangi sem ég hef ekki enn klárað 🙂

 

2 thoughts on “Handavinnan 2012

  1. Þessi yndislega frænka þín Kristján (ætla reyndar að ákvað að hún sé frænka mín líka) er algjör gullmoli og tilvalið módel 🙂 Gerir allar flíkurnar 100x flottari.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *