Heklað Prjónað Teppi

Afgangar og afgangsverkefni

Ég á svo mikið af afgöngum, amma mín fær flog þegar ég sýni henni það allt – og þá er mikið sagt.

Til að byrja með langaði mig að prófa hringsmekki úr Þóru Heklbók. Það kom ansi vel út að nota Europris bómullargarnið í þá. Er svo búin að kaupa snudduhringi og smellur og líklega geri ég snuddubönd í stíl.

Hringsmekkir

 

Síðan fann ég helling af léttlopa afgöngum. Þar mátti finna heila dokku af svörtu og aðra eins af gráu. Því var tilvalið að skella í eina lopasokka með áttablaðarósinni.

Áttablaðarósa lopasokkar

 

Ekki átti ég bara afganga í garni, heldur líka óklárað teppi. Sem ég átti bara eftir að ganga frá sirka 20 dúllum og festa saman. Það var því tekið upp í dag milli hnerr- og hóstakasta og klárað!! Held ég hafi byrjað á þessu verkefni í vor 2011 eða haust 2010… svo það er mikil gleði að þetta sé loksins búið.

Teppi - stórt ömmuferningateppi

 

Ég á fullt af ljósbleiku baby garni, bómull, léttlopa í allskonar litum, acryl, ull, kambgarn, þykkt „bangsagarn“ úr Europris og eitthvað meir. Held ég nái aldrei að klára afganga. Það er svo gaman að kaupa nýtt garn og byrja á nýju verkefni 🙂

Spurning hvað ég á að gera næst… Hugmyndir?

2 thoughts on “Afgangar og afgangsverkefni

  1. Já, er rétt að byrja á þeim… Á svo mikið af bómullargarni eftir og margar litasamsetningar sem mig langar að gera 🙂 Skemmtileg uppskrift!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *