Blogg DIY Heklað Myndir Skreytingar

Herbergið hjá Róberti Inga

Herbergið hjá Róberti Inga er nú loks að verða tilbúið, að minnsta kosti í bili þangað til ég vil breyta einhverju 🙂

IMG_7105

Stafirnir fyrir ofan rúmið eru tréstafir keyptir hjá Tréleik og ég málaði þá hvíta. Skýin eru límmiðar keyptir hjá Skiltastöðinni. Húsgögnin eru úr IKEA og gardínurnar saumaði mamma mín frá efni úr Vouge. Update: Liturinn á veggjunum er Turkisblár frá Flugger.

IMG_7132

IMG_7108

Barnabelgur með fæðingarupplýsingum eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur hangir yfir skiptiborðinu. Hægt að sjá nánar um loftbelgina hennar á heimasíðunni hennar bergruniris.com

IMG_7109

Trélest með stöfum Róberts Inga, keypt í Bandaríkjunum og var gjöf frá ömmu Gróu og afa Þorvaldi.

IMG_7116

IMG_7119

Heklaði svo fánalengju úr bómullargarni og hengdi undir myndahilluna til þess að brjóta aðeins upp litina í herberginu. Kanína, Api og Bangsi fá svo að sitja í heiðursæti á miðri hillunni.

IMG_7113

IMG_2047

Mikki, Andrés og Guffi eru uppi á vegg og bjó ég þessar myndir sjálf til og prentaði út á 10×15 ljósmyndapappír og setti í ramma. Þið getið nálgast myndirnar hér ef ykkur langar að prófa að gera eins:

Turkisbláar:

Andrés Önd

Mikki Mús

Guffi

Grænar:

Andrés Önd

Mikki Mús

Guffi

Fjólubláar:

Andrés Önd

Mikki Mús

Guffi

2 thoughts on “Herbergið hjá Róberti Inga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *