Bakstur Eftirréttir Kökur Uppskriftir

Skúffukaka

Kakan:

  • 275 g sykur
  • 100 g smjör (bráðið)
  • 2 egg
  • 1,5 dl súrmjólk
  • 2 dl nýmjólk
  • 2 tsk vanilludropar
  • 1/4 tsk salt
  • 3 tsk brúnkökumix (td frá Kötlu)
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 40 g kakó (Siríus)
  • 250 g hveiti

Krem:

  • 30 g kakóduft (Siríus)
  • 200 g flórsykur
  • 50 ml nýmjólk

Aðferð:

  • Blanda saman smjöri og eggjum og þeyta vel (ljóst og létt)
  • Bæta við restinni og hræra vel saman
  • Smyrja kökuform (ca 28×43 cm) að innan með smjöri
  • Baka í 25 mín. við 180C í blástursofni