Kvöldmatur Uppskriftir

Ítölsku kjötbollurnar hans Kristjáns

Einn uppáhaldsrétturinn sem maðurinn minn gerir er ítalskar kjötbollur. Finnst mér því tilvalið að þessi uppskrift sé sú fyrsta sem ég birti hér. Á næstunni mun ég verða duglegri að koma með mataruppkriftir, sem og aðrar bloggfærslur.

Fylgist með færslum með því að skrá netfangið ykkar hér neðst á síðunni til hægri með því að smella á „Follow“ og skráið netfangið ykkar.

Ítalskar kjötbollur & spaghetti uppskrift:

400 gr. nautahakk
1/2 hvítur laukur
2 hvítlauksrif
1 egg (einnig er nóg að setja 1 egg í tvöfalda uppskrift)
Parmessan ostur, eftir smekk
1 msk. ferskt oregano
1 msk. fersk basilikka
Salt og pipar eftir smekk
Spaghetti
1/2 Classico pasta sósa (Fæst í Kosti), eða önnur sambærileg pastasósa

Einnig mæli ég með að hafa hvítlauksbrauð með þessum rétti.

Við kaupum 100% nautahakk, beint frá býli. Mæli með því að nálgast sem hreinasta nautakjöt í þetta þar sem blandað hakk skilar ekki sama bragði í þennan rétt.

IMG_8780

IMG_8784

Skerið laukinn smátt niður, pressið hvítlaukinn, saxið kryddjurtirnar og rífið parmessan ostinn. Setijð nautahakkið, laukinn, hvítlaukinn, kryddjurtirnar, eggið og ostinn saman í skál og kryddið eftir smekk. Blandið saman í höndunum.

IMG_8806-001

IMG_8810

IMG_8818

Hér er ráðlagt að byrja að hita vatn í stórum potti og setja spaghettíið útí þegar vatnið sýður. Búið til bollur og steikið nánast í gegn, athugið að þið gætuð þurft að lækka undir til þess að þær brenni ekki.

Ekki láta magnið á myndinni blekkja, þetta er tvöföld uppskrift.

IMG_8819

Ef þið eruð með djúpa pönnu þá er upplagt að nota hana og hella sósunni út á pönnuna þegar að kjötbollurnar eru orðnar eldaðar í gegn. Látið malla á vægum hita þar til sósan er heit. Ég sjálf setti sósuna og bollurnar í pott og lét þær malla þar.

IMG_8829

IMG_8839

Njótið vel.

7 thoughts on “Ítölsku kjötbollurnar hans Kristjáns

  1. Glæsilegt hjá ykkur og ég veit þær eru mjög góðar, hlakka til að verða boðin aftur 🙂

  2. Ef þér vantar e-n til að borða réttina eftir myndatöku þá býð ég mig fram, viljum ekki að þetta fari til spillis 🙂

  3. Er að gera þær, nema með folaldakjöti. Og engu oregano. Og miklu meiri hvítlauk. Æi, fokk, ég er varla að hlýða uppskriftinni, en ég notaði hana samt til hliðsjónar til að tína út úr ísskápnum 😀

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.