Bakstur Eftirréttir Kökur Uppskriftir

Marengsterta með berjum og Daim bitum

Marengs

6 eggjahvítur
300 gr. sykur
2 tsk. lyftiduft
3 bollar Rice Krispies

Stífþeytið eggjahvítur og sykurinn saman. Bætið við lyftiduftinu og hægjið á hrærivélinni. Bætið við Rice Krispies varlega og klárið að blanda því við með sleikju.

Teiknið hringi á sitthvorn smjörpappírinn með blýanti, jafn stóra og kakan á að vera. Dreifið blöndunni varlega með sleikju á smjörpappírinn innan í hringina sem voru teiknaðir.

Bakið í 45 mín við 140 gráður á undir og yfirhita. Slökkvið á ofninum og opnið ofnhurðina til þess að kæla botnanna hraðar.

Fylling

0,5 L rjómi
Stór askja jarðaber
Ein askja af bláberjum
Einn poki af Daim bitum

Þeytið rjómann og setjið helminginn á botninn. Skerið jarðaberin niður og setjið jarðaberin og bláberin yfir rjómann. Setjið svo Daim bitana yfir og að lokum er restin af rjómanum settur yfir. Næst er seinni marengsinn settur ofan á.

Karamella

Hálfur poki af Góukúlum
0,5 dl. rjómi

Bræðið kúlurnar í rjómanum við vægan hita. Slökkvið undir þegar karamellan er bráðin. Hrærið vel í til þess að kæla karamelluna og dreifið yfir kökuna með skeið.

image

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.