Eftirréttir Uppskriftir

Ekta súkkulaðimús

Hér er ég búin að fullkomna uppáhalds súkkulaðimúsina mína og ákvað ég að dreyfa uppskriftinni með ykkur.

Uppskriftin er fyrir 8-10 manns.

60 gr smjör
3 msk sykur
450 gr Konsúm suðusúkkulaði
6 egg
550 ml rjómi
2 tsk vanilludropar

Súkkulaðispænir ofan á og þeyttur rjómi með.

Bræðið smjör og súkkulaði saman við vægan hita í potti. Slökkvið undir og blandið við eggjarauðum við súkkulaðið. Þeytið rjómann og bætið súkkulaðiblöndinni samanvið, í 3-4 pörtum og blandið rólega saman við með sleikju. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum smátt saman við. Hrærið eggjahvítunum varlega saman við súkkulaðiblönduna og bætið vanilludropunum út í og hrærið rólega í blöndunni. Hellið í stóra skál eða nokkrar litlar skálar eða glös.

Stór skál þarf að geymast amk 4 klst áður en borin er fram, en það ætti að duga 3 klst fyrir minni glös.

Berið fram með þeyttum rjóma.
Gaman að skreyta með smá rjóma og strá súkkulaðispæni yfir til þess að gera músina flotta.

sukkuladimus

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *