Bakstur Brauð Uppskriftir

Brauð með sólþurrkuðum tómötum

Bjó til þessa fínu uppskrift í dag. Njótið!

Brauð með sólþurrkuðum tómötum – uppskrift:

290 gr. vatn
12 gr. ger
10 gr. ólífuolía
560 gr. hveiti
1 tsk. salt
1 msk oreganó
Hálfur bolli sólþurrkaðir tómmatar, smátt skornir.

Setið í þeirri röð sem er hér að ofan. Hægt að setja í brauðvél eða hrærivél. Látið hefast samkvæmt brauðvél eða í 80 mínútur.

Búið til bollur eða 2 brauð. Látið hefast undir röku viskustykki í 20-30 mínútur.

Forhitið ofninn á 250 gráður, úðið vatni inní ofninn til að mynda gufu og örlítið yfir brauðdeigið. Setið brauðið inn og lækkið ofninn í 230 gráður.

Bollur þurfa sirka 15 mín en stærra brauð þarf sirka 23 mín. Fylgist með því þegar skorpan er orðin gullinbrún og stökk. Þá er brauðið tilbúið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *