Eftirréttir Keto LKL Uppskriftir

Ostasnakk með hvítlauk og chili (Keto)

26% ostur í sneiðum
Hvítlaukssalt
Chili duft

Ostasneiðarnar eru skornar niður í 4 þríhyrninga. Hægt að raða u.þ.b. 4 sneiðum á eina plötu.
Ofninn hitaður í 165 gráður með blæstri.

Ostinum er raðað á plötu með bökunarpappír og þær síðan kryddaðar með hvítlaukssalti og chili. Gott að dreyfa chili-kryddinu með pensli. Hitað í ofni í 15 mín og látið standa svo í nokkrar mínútur áður en tekið af plötunni.

Smakkast vel með guacamole og salsa.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.