Eftirréttir Keto Kökur LKL Uppskriftir

Sykurlaus marengsterta með karamellusósu (Keto)

Sykurlaus marengsterta (Keto):

100 gr Sukrin Gold
6 eggjahvítur
1 tsk lyftiduft
15-20 dropar vanillustevía

Þeytið allt saman mjög vel þar til að deigið er orðið vel stíft. Skiptið deiginu á tvær ofnplötur með bökunarpappír og búið til 2 jafnstóra hringi. Bakið á 130 gráðum í 1 klukkustund og slökkvið svo á ofninum og látið marengsinn vera í ofninum meðan hann kólnar niður. Bakið svo aftur í klukkustund á 130 gráðum. Slökkvið undir og látið marengsinn standa í ofninum yfir nótt svo hann kólni vel og harðni.

Ég setti svo þeyttan rjóma á milli botnanna og sykurlausa karamellusósu og bláber yfir mína. Mæli með að prófa fleiri tegundir berja og jafnvel súkkulaðistevíu í karamelluna eða annað sniðugt.

Sykurlaus karamellusósa (LKL):

50 gr smjör
100 gr Sukrin Gold
0,5 dl rjómi
5-10 dropar karamellustevía

Bræðið smjör og sykur saman í potti þar til að sykurinn og smjörið er vel leyst upp. Bætið svo rjómanum út í og leyfið að sjóða upp á lágum hita. Slökkvið svo undir og leyfið sósunni að kólna vel niður í pottinum og hrærið reglulega í honum. Þegar sósan kólnar þá þykkist hún. Hellið karamellusósunni svo yfir kökuna.

Vel hægt að geyma kökuna tilbúna í ísskáp eða geyma botnana óskreytta í nokkra daga í stofuhita.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *