Keto LKL Meðlæti Uppskriftir

Grillað eggaldin (Keto)

2 stk eggaldin
salt
1dl ólífuolía
hvítlaukur eftir smekk
oregano
steinselja
pipar

Skerið eggaldinið í 1cm þykkar sneiðar og saltið. Látið liggja í 15 mín. Þurrkið hverja sneið með eldhúspappír til að taka vökva og salt í burtu.

Blandið olíu, hvítlauk og kryddum saman í skál of dýfið eggaldin-sneiðunum ofan í. Grillið/eldið á meðalhita í um 6 mínútur á hvorri hlið, eða þar til það kemur dökkur litur á sneiðarnar. Ef eggaldinið verður þurrt má pensla yfir með olíublöndunni. Eftir eldun er sneiðunum aftur dýft snögglega í olíublönduna áður en þær eru bornar fram.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.