Eftirréttir Keto Uppskriftir

Jarðaberjaostakökuís (Keto)

250gr frosin jarðaber
250gr rjómi
200 gr rjómaostur
2 tsk vanillustevia eða vanillidropar & stevia

Þeytið rjómann vel. Setjið jarðaberin, rjómaostinn og vanillustevíu í matvinnsluvél og blandið vel saman þar til blandan er mjúk. Blandið rjómanum við varlega með sleikju. Setjið í form og inn í kæli.