Kökur Uppskriftir

Cupcakes

Vanillu smjörkrem

250 gr mjúkt smjör
1 ½ tsk vanilludropar
500 gr flórsykur

Hrærið smjörið og vanilludropana í 1 – 2 mínútur. Bætið 1/3 af flórsykrinum saman við í senn og hrærið vel á milli. Ef kremið er of þykkt þá er hægt að nota örlitla mjólk til að þynna það.

 

Súkkulaðikrem

80 gr brætt smjör
1 tsk vanilludropar
500 gr flórsykur
1 egg
3 msk sterkt kaffi
½ tsk salt

Setjið flórsykur og kakó í skál og hrærið eggi og bræddu smjöri saman við ásamt vanilludropum, kaffi og salti.

 

Vanillu Cupcakes 12-16 stk.

100 gr mjúkt smör
110 gr sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
120 gr hveiti
2 msk kartöflumjöl
1 ½ tsk lyftiduft

Hitið ofninn í 150 C á viftustillingu. Hrærið smjör og sykur saman þar til að blandan verður ljós og let. Bætið eggjunum saman við einu í einu og hrærið vel á milli. Bætið vanilludropunum út í. Hrærið að lokum þurrefnunum saman við og hrærið stuttlega. Bakið í 18 – 20 mínútur.

 

Súkkulaði Cupcakes

12 stk.
125 gr mjúkt smör
150 gr sykur
150 gr púðusykur
2 egg
260 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
40 gr kakó
200 ml mjólk

Hitið ofninn í 150C á viftustillingu. Hrærið smjör og sykur saman þar til að blandan verður ljós og let. Bætið eggjunum saman við, einu í einu og hrærið vel á milli. Hrærið að lokum þurrefnunum saman við ásamt mjólkinni og hrærið stuttlega. Bakið í 20 mínútur.Súkkulaðikrem 80 gr brætt smjör 1 tsk vanilludropar 500 gr flórsykur 1 egg 3 msk sterkt kaffi ½ tsk salt Setjið flórsykur og kakó í skál og hrærið eggi og bræddu smjöri saman við ásamt vanilludropum, kaffi og salti.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *