Kvöldmatur Uppskriftir Ýmislegt

Sætkartöflumús

3-4 stk sætar kartöflur
1 tsk vanilludropar
½ msk salt
½ bolli sykur
½ bolli smjör
1 tsk lyftiduft
1 stk egg

Bakið kartöflurnar í ofni við 170°C í um 90 mín eða þar til þær eru mjúkar í gegn. Skerið kartöflurnar í tvennt, langsum, og skafið innan úr þeim og hendið hýðinu. Blandið öllu sem talið er upp í uppskriftinni saman og setjið maukið í eldfast mót. Gætið þess að setja ekki of mikið í formið því maukið lyftir sér í ofninum. Eldið í ofni við 170°C í 20 mín.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.