Uppskriftir Ýmislegt

Ostasalat

2 Mexíkóostar frá MS
1 Piparostur frá MS
1 lítil dós 10% sýrður rjómi (180 ml.)
180 ml. majónes (ég nota létt majónes frá Hellmann’s)
Blaðlaukur eftir smekk (u.þ.b. handfyllir)
U.þ.b. 3 bollar af niðurskornum rauðum vínberjum (steinlausum)

Hrærið saman sýrðum rjóma og majónesinu í stórri skál. Skerið ostana í tenginga og setjið í blönduna. Skerið blaðlaukinn í smáa bita og bætið út í. Blandið öllu vel saman. Skerið vínberin í tvennt og bætið út í þar til hæfilega mikið magn er komið. Vínberin eru notuð sem uppfyllingarefni og er því meira, því betra í þessu tilfelli.

Uppskriftin gerir stóran skammt af salati sem fyllir stóra skál. Tilvalið í veislur og kaffiboð.

Berið fram með góðu snittubrauði eða kexi.

ostasalat

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *