Eftirréttir Uppskriftir

Panna cotta

1/2 l rjómi
100 g sykur
1 dl nýmjólk
3 matarlímsblöð
2 tsk vanillukorn

Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn. Hitið mjólkina í potti við mjög vægan hita og gætið vel að hún sjóði ekki. Takið mjólk af hita og bætið mýktum matarlímsblöðunum saman við. Hellið rjóma í annan lítinn pott og bætið sykri og vanillustöng saman við og látið suðu koma upp við vægan hita. Hrærið stöðugt í á meðan. Takið strax af hellu þegar suða kemur upp og bætið mjólkurblöndunni saman við (sem matarlímið hefur verið leyst upp í) og fjarlægið vanillustöngina. Hrærið öllu vel saman. Bleytið lítil álform (eða eitt stærra, einnig hægt að setja búðing í minni-) að innan með ísvatni og látið drjúpa vel innan úr því. Hellið síðan rjómablöndu í formin og setjið í kæli í a.m.k. 12 klst. til að rjómabúðingurinn nái að stinnast vel.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *