Bakstur Eftirréttir Kökur Uppskriftir

Ostakaka með kúlusúkki

Hér er ein öðruvísi og algjör nammi-ostakaka! Hún Auður Elín sem er með mér í saumaklúbbi er algjör lakkrís-fíkill og bauð upp á þessa ostaköku eitt kvöldið. Þetta var eitthvað sem hún bara „sullaði saman“. Kakan er algjört lostæti og mana ég alla í að prófa.

Ostakaka með kúlusúkki – uppskrift

16 stk / 1 lítill pakki Oreó kex
20 gr brætt smjör
250 gr rjómi
100 gr flórsykur
150 gr rjómaostur
Hálfur stór poki af Kúlusúkki.

Myljið kexið í matvinnsluvél eða með morteli. Hellið bræddu smjöri yfir og blandið vel saman. Setjið í form (24 cm) og þjappið í botninn með höndunum. Setjið í kæli.

Þeytið rjómann og setjið til hliðar. Hrærið saman flórsykri og rjómaosti. Blandið rjómanum varlega saman við. Skerið hvern mola af Kúlusúkki í 3-4 bita og setjið út í blönduna. Setjið blönduna yfir kexið í forminu og geymið kökuna í kæli í amk 2 klst áður en hún er borin fram.

IMG_2050

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *