Eftirréttir Kökur Uppskriftir

Eplabaka frá ömmu Dúru

250 gr sykur
150 gr smjör / 1 dl olía
3 egg
230 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
2 græn epli
100 gr suðusúkkulaði
kanilsykur

Hrærið fyrst sykur og smjör/olíu, svo egg. Síðan er hveiti og lyftidufti bætt út í. Smyrjið form með smjöri og stráið hveiti yfir. Skerið epli í þunna bita og dreifið yfir form. Stráið kanilsykri yfir eplin og svo súkkulaði sem er búið að saxa niður. Deiginu er svo hellt yfir. 150-170C neðst í ofni í 60 mínútur eða þar til hún er ljósbrún.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *