Eftirréttir Kökur Uppskriftir

Frönsk súkkulaðikaka með pipar-Nóa kroppi

img_1563

Frönsk súkkulaðikaka með pipar-Nóa kroppi – uppskrift:

200 gr. Konsúm suðusúkkulaði
200 gr. smjör
4 egg
220 gr. sykur
1 tsk. vanilludropar
70 gr. hveiti

Bræðið súkkulaðið og smjör saman á lágum hita. Þeytið saman egg og sykur og blandið vanilludropum saman við. Blandið súkkulaðiblöndunni varlega saman við ásamt hveitinu.
Setjið bökunarpappír í smelluform eða smyrjið gott form. Bakið í 35 mín á 170 gráðum með stillt á blástur.

img_1551

Karamellubingókúlukrem – uppskrift:

1 rúlla Rolo-molar
8 stk. Bingókúlur
60 gr. Konsúm suðusúkkulaði
4 msk. rjómi.

Bræðið allt saman í potti á lágum hita, kælið í 2 mínútur og hellið síðan yfir kökuna.

img_1550
img_1552

Að lokum er kakan skreytt með Nóa kroppi með pipardufti. Kakan er borin fram með ís eða rjóma og jarðaberjum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *