Eftirréttir Kökur Uppskriftir

Frönsk súkkulaðikaka með pipar-Nóa kroppi

img_1563

Frönsk súkkulaðikaka með pipar-Nóa kroppi – uppskrift:

200 gr. Konsúm suðusúkkulaði
200 gr. smjör
4 egg
220 gr. sykur
1 tsk. vanilludropar
70 gr. hveiti

Bræðið súkkulaðið og smjör saman á lágum hita. Þeytið saman egg og sykur og blandið vanilludropum saman við. Blandið súkkulaðiblöndunni varlega saman við ásamt hveitinu.
Setjið bökunarpappír í smelluform eða smyrjið gott form. Bakið í 35 mín á 170 gráðum með stillt á blástur.

img_1551

Karamellubingókúlukrem – uppskrift:

1 rúlla Rolo-molar
8 stk. Bingókúlur
60 gr. Konsúm suðusúkkulaði
4 msk. rjómi.

Bræðið allt saman í potti á lágum hita, kælið í 2 mínútur og hellið síðan yfir kökuna.

img_1550
img_1552

Að lokum er kakan skreytt með Nóa kroppi með pipardufti. Kakan er borin fram með ís eða rjóma og jarðaberjum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.