Eftirréttir Uppskriftir

Léttur skyreftirréttur

Við Kristján héldum matarboð síðasta föstudag og vorum með pizzaveislu og síðan útbjó ég til skyreftirrétt. Þurfti ég að gera eitthvað fljótlegt, eftir vinnu á föstudegi þar sem við áttum eftir að undirbúa helling. Ótrúlega fljótlegt að búa þennan eftirrétt og hann er ótrúlega góður með ferskum berjum.

Léttur skyreftirréttur – uppskrift:

Uppskrift fyrir 8-10

2 stórar KEA vanillu skyr
1/2 L rjómi
1 stór askja af jarðarberjum
1 askja af bláberjum
Lakkrískurl með súkkulaði
LU kanilkex

Þeytið rjómann. Blandið skyri varlega saman við með sleikju og blandið vel saman. Skerið jarðarberin niður í litla bita og blandið helmingnum saman við skyrblönduna og bætið að lokum bláberjunum útí.

Myljið nokkrar kexkökur og setjið í botn á skál sem þið ætlið að bera réttinn fram í. Setjið skyrblönduna yfir kexið. Ef skálin er djúp þá er gott að setja helminginn af blöndunni fyrst og setja annað lag af kexi og síðan klára skyriblönduna yfir.

Skreytið með berjum og stráið lakkrískurli yfir. Geymið í kæli. Gott er að geyma eftirréttinn í kæli í lágmark 1 klukkustund áður en snætt er.

IMG_8849

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *