Kvöldmatur Uppskriftir

Mexíkóskur kjúklingaréttur

Á föstudaginn bauð ég góðri vinkonu í mat. Þá datt mér í hug að gera rétt sem ég hef ekki gert lengi, mexókóskan kjúklingarétt. Einfaldur og fljótlegur undirbúningur.

Þessi réttur er ekki sterkur, en hægt er að gera hann sterkari með því að hafa hot salsa, og hafa hlutföllin þannig að það sé meiri salsa heldur en ostasósa og sýrður rjómi.

Mexíkóskur kjúklingaréttur – uppskrift:

4 kjúklingabringur
1/2 poki taco krydd
1/2 krukka ostasósa
1/2 sýrður rjómi
1-1,5 krukka af meðalsterku salsa
Nachos
Rifinn ostur

Meðlæti:
Hrísgrjón og afgangur af nachos.

IMG_8862-001

Hitið ofninn á 180°C blástur. Skerið kjúklinginn niður í bita, sirka 2-3 munnbitar hvert. Steikið á pönnu, setjið kryddið yfir kjúklinginn og steikið bitana alveg í gegn. Gott er að hafa pönnuna ekki alveg á fullum hita, heldur láta kjúklinginn steikjast hægar til að hann verði mjúkur.

IMG_8868

Setjið kjúklinginn í eldfast mót og dreifið sósunum (salsa, ostasósu og sýrðum rjóma) ofan á kjúklinginn.

IMG_8882

IMG_8887

Þekjið mótið með nachos, og dreifið rifnum osti yfir. Setjið matinn í ofninn og eldið þar til osturinn er gullinn, c.a. 20-30 mínútur.

IMG_8909

Berið fram með hrísgrjónum og nachos. Eflaust er gott að hafa ferskt salat með.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *