Bjó til skírnagjöf fyrir bróður minn og konu til þess að gefa vinum sínum. Teppi og bangsi í stíl. Teppið er úr týpískum ömmuferningum, einlitum, og heklað saman. Amigurumi bangsinn er algjörlega heklaður út í bláinn og eitt leiddi af öðru og til varð bangsi.
Skreytingar
Bjó til minn fyrsta aðventukrans/jólaskreytingu um helgina: Hlakka til að kveikja á fyrsta kertinu næstu helgi.
Heklað
Ótrúlega sniðug leið til þess að losna við garnafganga er að hekla sér lítil leikföng. Kristján bað mig um að gera einn fyrir sig, svo ég tók bómullargarnsafnaga og heklaði bolta og fyllti með kjúklingabaunum. Góður stressbolti við vinnuna. Þessi bleiki er orðin í uppáhaldi hjá ungri stelpu sem finnst rosalega þægilegt að halda á […]