Eplagóðgæti
4-6 stk græn eða rauðgræn epli
Kanilsykur eftir smekk
100gr suðusúkkulaði
100gr sykur
100gr hveiti
100gr mjúkt smjör
Skrælið eplin og skerið þau í litla bita. Setjið bitana í stórt eldfast mót. Stráið kanilsykri yfir eplin og blandið vel. Skerið súkkulaðið í litla bita og stráið yfir eplin. Hnoðið saman smjöri, hveiti og sykri saman og stráið yfir eplablönduna.
Bakið í ofni við 200 gráður í um 30 mínútur eða þar til deigið er farið að brúnast. Berið fram með þeyttum rjóma eða ís.
P.S. það getur verið gott að blanda saman eplum og perum í þennan rétt líka.