Kjúklingaréttur Kvöldmatur Uppskriftir

TexMex kjúklingaréttur

TexMex kjúklingaréttur – uppskrift:

4 kjúklingabringur
250 gr rjómaostur
1 medium salsasósa
1 hot salsasósa
rifinn ostur
saltaðar nachos flögur
3 tómatar
hálfur rauðlaukur
Enchilada eða Taco krydd frá Santa Maria
2 Tortilla kökur

Skerið kjúkling í bita og steikið upp úr mexíkósku kryddi. Berið 1cm lag að rjómaosti neðst í eldfast form, setjið aðra salsasósuna yfir, því næst helminginn af kjúklingnum. Þar ofan á kemur helmingur af niðurskornum tómötum og fínt skornum lauk.

Smyrjið  1cm lag af rjómaosti á 2 tortillakökur og setjið þær yfir réttinn og reynið að loka yfir allan réttinn og snúið rjómaostinum upp. Setjið seinni krukkuna af salsasóunni vel yfir, restinni af kjúklingnum, tómötunum og lauknum. Brytjið nachos yfir allan réttinn og dreifið svo osti yfir.

Eldið á 180C í 30 mínútur.
Berið fram með nachos og guacamole (sjá uppskrift hér).

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.