Kvöldmatur Uppskriftir

Sætkartöflu franskar

Sætkartöflu franskar – uppskrift:

1 stór sæt kartafla
1-2 msk gul ólífu olía
The Secret Blend SALT frá Nicolas Cahé

 

Hitið ofninn 200 gráður og stillið á blástur.
Flysjið sætkartöfluna og skerið niður í ílanga bita, tæplega 1cm þykka. Raðið á bökunarplötu og stráið yfir örlítilli ólífuolíu og kryddið eftir smekk. Einnig getur verið gott að setja olíu á disk og velta kartöflunum upp úr henni. Eldið í 30 mínútur fyrir miðjum ofni eða takið út þegar þær eru orðnar brúnleitar og stökkar.

Þær passa með flestum mat!

 

Sjá uppskrift af hollri kokteilsósu hér!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.