Brauð Uppskriftir

Kotasælubollur

Hráefni 

  • 75 g brætt smjör
  • 4 dl nýmjólk
  • 1 bréf þurrger (12 g bréfið)
  • 1 msk hunang
  • 10 gr ólífuolía
  • 1 tsk salt
  • 400 g kotasæla
  • Ca 900 gr hveiti

Aðferð:

  1. Bræðið smjör í potti á meðalhita, bætið síðan mjólkinni og hunanginu saman við og
    hrærið saman.
  2. Þegar blandan er volg, er þurrgerinu blandað saman við og hrært vel saman við. Látið standa í nokkrar mínutur.
  3. Hellið blöndunni í hrærivélaskál ásamt saltinu, olíunni, kotasælunni og 820 gr. hveiti.
  4. Hnoðið deigið í hrærivélinni í um það bil 10 mínútur. (Það tekur aðeins lengri
    tíma að gera það í höndunum).
  5. Færið deigið yfir í hreina skál og leggið viskastykki yfir skálina. Leyfið
    deiginu að hefast í ca. klukkustund eða þar deigið hefur tvöfaldast að
    stærð.
  6. Hitið ofninn í 200°C (blástur).
  7. Hnoðið deigið í höndunum upp úr uþb 80 gr hveiti.
  8. Skiptið deiginu niður í jafn stóra bita og mótið bollurnar, 18 stk.
  9. Leggið bollurnar á pappírsklædda ofnplötu, 9 á hverri plötu.
  10. Penslið bollurnar með eggi. Hægt að setja fræ eða ost yfir.
  11. Bakið við 200°C í 17 mínútur.

Beyglur:

Hægt er að gera beyglur úr sama deigi en þá nást 16 stk úr einni uppskrift.

Hægt að setja 6 beyglur á eina bökunarplötu.

Bakið jafn lengi og bollurnar.