Sætkartöflufranskar með hunangi og kanil
Sætar kartöflur eru í miklu uppáhaldi hjá okkur og erum við að prufa okkur áfram í sætkartöflufrönskum. Þessi uppskrift rífur upp sæta bragðið í kartöflunum og gerir mjög gott bragð með einfaldri steik og öðru meðlæti. Þetta er uppskrift fyrir sirka 3, fer eftir stærð á kartöflunum.
Sætkartöflufranskar með hunangi og kanil – uppskrift:
3 sætar kartöflur
2 msk ólífuolía
2 msk fljótandi hunang
2 tsk kanill
Salt og svartur pipar eftir smekk
Hitið ofninn í 220 gráður, á blæstri.
Flisjið sætu kartöflurnar og skerið í strimla, ca 1cm x 1cm og setjið í skál.
Blandið saman olíu, hunangi og kanil og setjið yfir sætu kartöflurnar. Passið að maukið fari vel yfir allar kartöflurnar. Setjið kartöflurnar svo á bökunarplötu með bökunarpappír undir, dreifið vel úr þeim og setjið smá olíu yfir (1/2 msk).
Setjið kartöflurnar inn í heitan ofninn og látið þær eldast í u.þ.b. 25-30 mínútur. Snúið kartöflunum við u.þ.b. 1-2x á meðan eldunartíminn er svo þær brenni síður. Kryddið með salti og svörtum pipar.