Lakkrístoppar með piparlakkrísreimum
Lakkrístoppar með piparlakkrísreimum – uppskrift:
3 eggjahvítur
200 gr. púðursykur
1 poki piparfylltar lakkrísreimar (80 gr)
1 poki suðusúkkulaðidropar (150 gr).
Stífþeytið eggjahvíturnar og púðursykurinn. Skerið lakkrísreimarnar niður í smáa bita og blandið þeim ásamt súkkulaðinu varlega við stífþeyttu eggjahvíturnar.
Mótið toppa með tveimur skeiðum og bakið við 140 gráður í 20 mínútur.
Best þykir mér að slökkva á ofninum og láta toppana standa yfir nóttu í ofninum. Ef bakaðar eru fleiri en 2 plötur þá er hægt að taka aðra út og raða svo öllum inn aftur í ofninn þegar búið er að slökkva á honum.
Uppskrift er upphaflega fengin af ljufmeti.is. Fannst mér þær svo ljúffengar að ég ákvað að deila henni svo að ég myndi ekki glata uppskriftinni fyrir næstu jól 🙂