Bakstur Kökur Uppskriftir

Súkkulaðibitakökur

fullsizerender2

Súkkulaðibitakökur – uppskrift:

2 egg
250 gr mjúkt smjör
300 gr sykur
500 gr hveiti
1 tsk matarsódi
0,5 tsk salt
1 bolli kókosmjöl
300 gr suðusúkkulaðidropar

Hrærið eggin, smjörið og sykurinn vel saman. Bætið síðan hveitinu, matarsódanum, saltinu og kókosmjölinu rólega saman við. Að lokum er súkkulaðinu bætt varlega við.

Búið til kúlur og klessið þær saman í mátulega stærð og raðið á bökunarpappír á plötu. Kökurnar lyfta sér aðeins.

Bakið við 200 gráður  á blæstri í 10 mínútur.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *