Kökur Uppskriftir

Bananaskúffukaka

Þessi kaka var oft gerð á mínu heimili þegar ég var yngri, svona til skiptis við hina venjulegu skúffuköku. Ætli bananastaðan á heimilinu hafi ekki ráðið því hvor kakan hafi verið bökuð. Þessi er mjög góð, einföld og tilvalin þegar maður á marga vel þroskaða banana.

FullSizeRender2

Bananaskúffukaka – uppskrift:

225 gr smjör
400 gr sykur
4 egg
5 þroskaðir bananar
375 gr hveiti
1,5 tsk vanillusykur
0,5 tsk lyftiduft
2 tsk matarsódi
1,25 dl mjólk

Sykur og smjör er hrært vel sama og eggjunum síðan bætt við einu í einu. Bananarnir eru stappaðir saman og bætt í. Síðast er þurrefninu og mjólkinni bætt út í.

Setið í smurða plötu og bakið á 180 gráðum í 30 mínútur á undir og yfirhita.

Látið kökuna kólna og útbúið svo kremið.

FullSizeRender

Krem – uppskrift:

200 gr Konsúm suðusúkkulaði
20 gr smjör
1 egg

Bræðið súkkulaðið og smjörið saman. Bætið egginu við og hrærið vel saman. Dreifið kreminu á kökuna meðan það er enn volgt.

Gott er að bera kökuna fram með rjóma.

IMG_0089

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.