Brauð Kvöldmatur Uppskriftir

Naan

Uppskriftin gerir 8 naan brauð

300 gr hveiti
2 tsk sykur
2 tsk lyftiduft
6 msk AB mjólk
0,5 bolli vatn
Ólífuolía til steikingar
Hvítlauksolía/hvílaukssmjör (valhvætt)

Hnoðið allt saman í höndunum, fyrir utan olíu og hvítlaukssmjör, og búið til 8 kúlur úr deiginu. Fletjið út og þið gætuð þurft auka hveiti ef deigið er of blautt.
Steikið á heitri pönnu með ólífuolíu. Setjið ólífuolíu á brauðið áður en þið snúið því við á pönnunni.

Setjið hvítlauksolíu eða hvítlaukssmjör á naan brauðin þegar þau koma af pönnunni. Gott að setja í eldfast mót og geyma í ofni á lágum hita ef beðið er eftir aðalréttinum til að bera naan brauðið heitt fram.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *