Blogg Kvöldmatur Uppskriftir

Tómata- og basilikupasta

Einn uppáhalds pastarétturinn á heimilinu er Tómata- og basilikupasta. Hér er uppskrift fyrir 4. Við gerum yfirleitt alltaf of mikið fyrir okkur tvö og eigum í afganga daginn eftir. Gott bæði heitt og kalt finnst mér, og því tilvalið í nesti.

Tómata- og Basilikupasta – uppskrift:

Penne pasta fyrir 4
3-4 kjúklingabringur
4 tómatar
3-4 hvítlauksrif, eða eftir smekk
1 askja af ferskri basiliku
1 msk ólífuolía
1 mossarellaostakúla
1 dl rifinn Parmessanostur eða eftir smekk

Sjóðið pastað sér.
Skerið kjúklinginn í bita og steikið varlega og kryddið með salti og pipar. Bætið hvítlauknum við kjúklinginn. Saxið basilikuna niður og setjið í matvinnsluvél, notið töfrasprota eða mortel. Bætið við olíu og þá verður þetta að hálfgerðu basilikupestói.
Skerið mossarellaostinn í litla bita og tómatana líka.

Setjið pastað í stóra skál og blandið basilikupestóinu vel saman við. Því næst er ostinum og tómötunum bætt við og svo kjúklingabitunum. Hver og einn getur svo bætt við parmessanosti við sinn skammt.

tomatobasil

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *