Bakstur Brauð Brauð Uppskriftir

Bananabrauð

Í dag var bakað bananabrauð, ekkert jafnast á við gott nýbakað brauð um helgar. Þessi uppskrift kemur upphaflega frá frænku minni og hef ég notað hana nokkrum sinnum síðustu ár og er ég alltaf jafn hrifin af brauðinu.

Bananabrauð – uppskrift:

1 egg
1 bolli sykur
2 bananar
2 bollar hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi

Hrærið egg og sykur vel saman. Stappið bananana og bætið við eggja- og sykurblönduna. Setjið næst þurrefnin og hrærið vel.

Smyrjið stórt brauðform með smjöri eða notið olíu. Setjið deigið í formið og bakið á blæstri við 170C í u.þ.b. 35-40 mínútur. Fylgist vel með brauðinu hvort það sé tilbúið með því að stinga oddhvössum hníf í brauðið og athugið hvort hnífurinn komi blautur upp úr brauðinu. Brauðið verður gullinbrúnt þegar það er tilbúið.

Gott nýbakað, eintómt eða með smjöri og/eða osti.

IMG_8466.PNG

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *