Pizzabotn
Þessi uppskrift að pizzabotni er fyrir 3 botna í pizzaofn (12″) eða 2 fullorðnis- og 2 barnabotna. Hægt að nota með eða án krydda, en okkur þykir betra að hafa botninn bragðmeiri og setjum því bæði oregano og heitt pizzakrydd frá Pottagöldrum.
Pizzabotn – uppskrift:
285 gr volgt vatn
10 gr þurrger
10 gr gul ólífuolía
550 gr hveiti
Oreganó og heitt pizzakrydd eftir smekk
Velgið vatnið og blandið við þurrgerið með gaffli. Látið það standa í 10 mínútur og bætið svo rest út í. Hnoðið í hrærivél í 8-10 mínútur.
Bleytið viskastykki úr volgu vatni og leggið yfir skálina. Látið degið hefast í um klukkustund á hlýjum stað.
Á þessum tíma á deigið að hafa rúmlega tvöfaldast. Skiptið deiginu í 3 hluta og fletjið út með smá auka hveiti.
Forbakið botnana í ca. 30-60 sekúndur og setjið svo á botninn og eldið pizzuna.
Verði ykkur að góðu.