Bollar : DIY
Ég teiknaði á nokkra bolla í dag. Eftir að hafa séð þetta á pinterest þá ákvað ég að prófa líka og hóf leiðangur í leit af keramikpenna. Þegar hann fannst í þriðju búðinni þá gat ég ekki setið á mér að „prófa“. Byrjaði á því að gera einn… svo annan, og endaði í átta bollum! Hefði gert fleiri ef ég hefði átt fleiri bolla til að teikna á. Ótrúlega fljótlegt og skemmtilegt.
Notaði penna sem heita UNI Posca og fást í A4. Eina sem þarf síðan að gera er að skella bollunum í ofninn við 160 gráður í hálftíma og TADA, blekið er fast á og hægt að þvo bollann með sápu 🙂
Ákvað að hafa smá gróðursþema á bollunum og gerði tvo í sama stíl.
Þeir eru ekkert smá flottir hjá þér! 🙂
Vá! ekkert smá flott 🙂 sniðug hugmynd