Bakstur Eftirréttir Kökur Uppskriftir

Rice Krispies kökur

24 stór muffinsform frá IKEA (ca. 32 lítil form)
200 gr. Rice Krispies
200 gr. Suðusúkkulaði
120 gr. Smjör
6-7 msk. Síróp (Lyles Golden Syrup)

Bræðið smjörið og súkkulaðið saman í potti við vægan hita og hrærið varlega. Slökkvið á hellunni um leið og allt smjörið er bráðnað. Bætið við sírópinu og blandið vel saman. Setjið að lokum Rice Krispies út í blönduna og passið að dreifa súkkulaðiblöndunni vel við svo það verði jafnt blandað.

Setjið blönduna í muffinsform og raðið formunum inn í ísskáp. Hægt að bera fram eða setja saman í poka eftir 2-3 klst.

Geymist í ísskáp eða frysti.

image

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *