Keto LKL Uppskriftir

Kjúklingur í piparosta- og sveppasósu (Keto)

Kjúklingur í piparosta- og sveppasósu – uppskrift:

Uppskriftin er fyrir 2-3 fullorðna

3 kjúklingabringur
1/3 box kastaníusveppir
1/3 box flúðasveppir
1/2 rauðlaukur
Rjómi
Piparostur
Kartöflumjöl til að þykkja (valkvætt)

3 kjúklingabringur hitaðar í ofni með salti og pipar á 180 gráðum og blæstri í 30 mínútur.

sveppir skornir í sneiðar og laukurinn smátt saxaður. Byrjið á að steikja laukinn á pönnu með smjöri eða ólífuolíu. Bætið síðan sveppunum út í laukin og steikið þá í smá stund. Hellið rjómanum út í og piparostinum og látið piparostinn bráðna saman við rjómann á meðalhita. Má setja 1 msk kartöflumjöl til að þykkja sósuna ef þess þarf. Skerið kjúklingabringurnar langsum í tvennt þegar þær eru eldaðar og bætið út á pönnuna og veltið bitunum upp úr sósunni og sveppa-og laukblöndunni. Setjið lokið yfir og leyfið að malla í 10 mínútur.

Borið fram með grænmeti, til dæmis blómkáli og brokkolí.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.