Brúðkaupsveislan okkar
Um síðustu helgi héldum við Kristján upp á afmælin okkar, ég 25 og hann 30 ára. En það var aðeins til þess að plata fólk til þess að koma saman, við nefnilega héldum óvænt brúðkaup á staðnum. Hér er eitt og annað úr brúðkaupinu:
Ég fékk brúðarvöndinn í Árbæjarblómum. Gæti ekki hafa hugsað mér fallegri vönd. Ótrúlega sátt með hann. Gleymdi þó að kasta honum um kvöldið, en þið „single ladies“ megið alveg koma í heimsókn og ég kasta honum beint í fangið á ykkur.
Ég bjó mér til kúluhálsmen, en ekki hvað, fyrir brúðkaupið. Það var fjólublátt þema hjá okkur svo auðvitað var hálsmenið í stíl. Ótrúlega sátt með útkomuna.
Við skreyttum salinn með fjólubláu skrauti og Hersey’s kisses. Ég heklaði utan um krukkur til að setja á hvert borð, en var orðin í tímaþröng á laugardeginum sjálfum svo að ég kenndi ömmu uppskriftina og hún kláraði fyrir mig síðustu þrjár.
Hér er önnur mynd af krukkunum sem sýnir birtuna em koma frá krukkunum í myrkri. Þessi mynd er reyndar tekin heima.
Ég gerði sjálf brúðartertuna. Þykk og massív súkkulaðikaka, með jarðaberjum og rjóma. Mörgæsaparið fékk ég frá KARITAS, sem bjargaði mér með nokkurra daga fyrirvara.
Málverk eftir brúðkaupsgestina. Aníta frænka var veislustjóri kvöldisins og stóð sig með prýði. Náði að plata alla gesti fram á gólf til að taka þátt í leik, sem breyttist í brúðkaup. Hún kom síðan með striga og málningu og gestirnir máluðu þessa mynd saman fyrir okkur Kristján.
Ég með vinkonum mínum.
Ég og Kristján, nýgift
Kort sem við fengum frá vinkonum mínum. Gæti ekki hafa verið meira viðeigandi 🙂
Við höfum ekki enn fengið myndirnar úr brúðkaupinu sem að ljósmyndarinn okkar tók fyrir okkur svo að þessar myndir verða að nægja í bili.
Takk fyrir okkur, þið öll sem komuð í afmælið… nei ég meina brúðkaupið okkar!
Takk fyrir mig og takk fyrir æðislegt kvöld 🙂