Sætkartöflu franskar
Sætkartöflu franskar – uppskrift:
1 stór sæt kartafla
1-2 msk gul ólífu olía
The Secret Blend SALT frá Nicolas Cahé
Hitið ofninn 200 gráður og stillið á blástur.
Flysjið sætkartöfluna og skerið niður í ílanga bita, tæplega 1cm þykka. Raðið á bökunarplötu og stráið yfir örlítilli ólífuolíu og kryddið eftir smekk. Einnig getur verið gott að setja olíu á disk og velta kartöflunum upp úr henni. Eldið í 30 mínútur fyrir miðjum ofni eða takið út þegar þær eru orðnar brúnleitar og stökkar.
Þær passa með flestum mat!
Sjá uppskrift af hollri kokteilsósu hér!