Hugs and Kisses skál – DIY
Ég, tengdamóðir mín og mágkona föndruðum okkur nokkurnskonar eftirlíkingu af tyggjókúluvél (e. gumball machine). Hérna eru leiðbeiningar hvernig þetta er búið til.
Það sem þarf er:
- Einn blómapottur.
- Tveir undirdiskar fyrir blómapott.
- Einn minni undirdisk sem passar á hvolfi ofan í hinn stærri undirdiskinn.
- Glerkúlu (fæst í Garðheimum á 1990kr.)
- Lítil trékúla (uþb 15 eða 20cm þvermál).
- Glært silicon lím sem fæst t.d. í BYKO.
- Acryl málning, Betra er að hafa matta liti, þeir þekja meira.
- Fljótandi lakk. Hægt að kaupa glært eða með glimmeri í ýmsum föndurbúðum.
- Pensill með mjúkum hárum.
- Einn meter af borða
- Hersey’s Kisses, eða annað sem á að vera í kúlunni.
Byrjið á því að mála leirpottinn og diskana. Ath, það þaf ekki að mála pottinn og litla diskinn innan í. Hins vegar er betra að mála stærri diskana báðum megin. Það fer eftir málningunni síðan hvort að þið þurfið fleiri en eina umferð.
Ég fékk afhent rangt lím, og fékk hvítt í staðin fyrir glært. Við vorum samt of óþolinmóðar og ákváðum að nota bara hvíta. En mæli hiklaust með að kaupa frekar glært.
Þegar allt er orðið þurrt, þá setjið þið blómapottinn á hvolf og setjið lím yfir flötinn sem snýr upp. Setið stóran disk á miðjuna og látið hann snúa eins og sérst hér á myndinni fyrir neðan. Spurning getr verið hvort ykkur finnst betra snúa pottinum á hvolf og setja diskinn svo ofan á, eða hvort að þið viljið hafa diskinn á hvolfi og setja blómapottinn á hann.
Setjið lím á efstu brúnina á litla disknum og hvolfið disknum ofan í stærri disk.
Verið hérr búin að þvo glerkúluna, það verður ekki hægt eftir næsta skref.
Setjið lím upp við efstu brúnina á disknum, Ekki setja ofaná brúnina heldur á hlið, þar sem kúlan mun snerta diskinn.
Setjið kúluna ofaná og stillið hana af svo að hún sé bein.
Ef lokið er orðið þurrt, þá er hægt að hvolfa því þannig að stærri diskurinn er öfugur. Setjið trékúlu á miðjuna og sprautið líminu inní kúluna þangað til hún fyllist og límið er farið að koma út fyrir að neðan (svo að hún haldist við). Hægt er að setja spasl efst í gatið á kúlunni til að loka alveg gatinu.
Þegar límið og spaslið er orðið þurrt þá er kúlan máluð og lökkuð.
Þá er bara að setja slaufu á krukkuna. Ég bretti breiðan borða í hálft og hafði hann mjóan utan um diskinn, og aðeins upp á kúluna (til að hylja hvíta límið sem glitti í). Svo fyllti ég kúluna af Hersey’s súkkulaði kossum.
Vá hvað þetta er flott hjá þér!!